Hvað er Víetnamstríðið?

Víetnamstríðið gekk undir mismunandi nöfnum eins og Seinna Indókínastríðið, í Víetnam var það þekkt sem Mótspyrnustríðið gegn Ameríku eða Ameríska Stríðið. Í dag er talað um það sem Víetnamstríðið. Það var stríð sem gerðist á Kaldastríðsárunum í Víetnam, Laos og Kambódíu. Það hófst 1. Nóvember 1955 og endaði með falli Saigon 30. apríl 1975. Það fylgdi Fyrra Indókínastríðinu, sem við tökum líka fyrir. Í Víetnamstríðinu barðist Norður Víetnam við ríkistjórn Suður Víetnam. Með Norður Víetnam í liði voru kommúnísk ríki eins og Sovíetríkin og Kína. Með Suður Víetnam börðust Bandaríkin sem og önnur andkommúnísk ríki. Víetkong hreyfingin var skæruliðahreyfing í Suður Víetnam sem voru studd Norður. Eftir því sem tók að líða á stríðið minnkaði íhlutun Víetkong á meðan hún jókst fyrir Norður Víetnam. Suður Víetnam og Bandaríkin reiddu sig að miklu leiti á yfirburði í lofti og yfirgnæfandi skotafli. Þau sendu stöðugar loftárásir sem gerði það að verkum var Norður Víetnam um tíma mest varða lofthelgi í heimi.
Bandaríska ríkistjórnin leit á þátttöku Bandaríkjanna nauðsynlega til að koma í veg fyrir að kommúnistar tækju yfir Suður Víetnam. Þetta var partur af stærri stefnu sem byggðist á því að halda kommúnisma í skefjum og koma í veg fyrir að hann breiði úr sér. Samkvæmt Domino kenningu Bandaríkjamanna myndu nágranna ríki fylgja ef eitt ríki yrði kommúnískt. Þar með var óásættanlegt að kommúnistar tækju yfir Suður Víetnam. Ríkistjórn Norður Víetnam og Víetkong börðust fyrir því að endursameina Víetnam undir kommúnískri stjórn. Þeir litu á átökin sem nýlendustríð sem var upphaflega gegn frönskum hersveitum og síðar bandarískum.
Í upphafi 1950 komu fyrstu bandarísku herráðgjafar til frönsku Indókína eins og landsvæðið hét þá. Þátttaka þeirra sigmagnaðist svo snemma á 7. áratugnum þar sem hermannafjöldi þrefaldaðist 1961 og svo aftur 1962. Árið 1964 átti sér atvik í Tonkinflóa þar stórt bandarísk herskip lenti í þremur norður víetnömskum skipum, útbúin tundurskeytum. Hér til hægri má sjá bandaríska herskipið. Þessu fylgdi Tonkinflóa-úrlausnin sem veitti forseta Bandaríkjanna heimild til að auka viðveru Bandaríkjahers í Suðaustur Asíu. Þar með var Bandaríkjaher farinn af fullum í stríðið í Víetnam. Þátttaka hans náði hápunkti árið 1968, það sama ár framkvæmdu Norður Víetnam og Víetkong Tet-sóknina sem var ein stærsta hernaðaráætlunin í Víetnamstríðinu. Hún fól í sér stöðugum óvæntum árásum á hermenn, óbreytti borgara og stjórnstöðvar. Markmið Tet-sóknarinnar heppnaðist ekki en það var að steypa ríkistjórn Suður Víetnam af stóli. Þrátt fyrir það markaði hún ákveðin tímamót í stríðinu því hún sannfærði stóran hluta íbúa Bandaríkjanna að ríkistjórnin lifði í blekkingu hvað varðaði framgang Bandaríkjahers til sigurs í stríðinu, þrátt fyrir margra ára stórfellda þátttöku.
Þessi vonbrigði Bandaríkjahers í stríðinu gerði það að verkum að smátt og smátt fóru Bandaríkin að kalla inn sína hermenn, en það var partur af “Vietnamization” stefnunni sem Richard Nixon setti fram, þáverandi forseti Bandaríkjanna. Sú stefna stefndi að enda þátttöku Bandaríkjanna í stríðinu, og láta Suður Víetnam berjast sjálfir við kommúnistanna. Þrátt fyrir friðarsamninginn í París janúar 1973 sem var undirritaður af öllum aðilum héldu átökin áfram.
Bein þátttaka Bandaríkjanna endaði í ágúst sama ár þegar bandaríska löggjafaþingið bannaði frekar þátttöku í stríðinu. Þegar her Norður Víetnam tók yfir Saigon í apríl 1975 endaði stríðið. Norður og Suður Víetnam sameinuðust á ný í kjölfar þess árs. Stríðið olli gríðarlegum dauðsföllum, í Víetnam eru áætluð dauðsföll frá 800.000 til 3.100.000. Bandaríkin misstu 58.220 hermenn.

Advertisements

Stríðið í Frönsku Indókína (fyrra Víetnamstríð)

Mikið var um að nýlenduveldin voru að  taka yfir lönd í suðausturhluta Asíu. Frakkar byrjuðu að taka yfir Indókína seinnihluta 1850, og náðu fullri stjórn 1893. Franskar nýlendur voru, Víetnam ásamt Laos, Kambódíu og  áttu frönsku nýlenduna Indókína. Frá með því réðu þeir yfir öllum þeim nýlendum í u.þ.b 7  áratugi. Það voru mikið af andspyrnuhreyfingum gegn frönsku stjórninni, en enginn náði einhverjum góðum árangri. Þar til í byrjun seinni heimstyrjaldar, þá var flokkur sem  stjórnað var af indókínverskum kommúnista flokki  Viet Minh sem börðust gegn innrás Japana .  1940 sigruðu Þjóðverjar Frakka í seinniheimstyrjöldinni. Þjóðverjar tóku yfir stjórn frakka undir nafni  Vichystjórnin. Embættamennirnir  í Indókína hlýddu auðvitað þeirri stjórn og var þeim skipað að hlýða fyrirmælum Japana. Viet Minh voru á móti stjórn Japan líkt og þeir voru á móti stjórn Frakka. Lan399845203_38f68638cd_bdinu var stjórnað af Japönum of Frönskum indókínverjum þar til Frakkar fengu aftur sitt Land í Evrópu þegar Bandamenn unnu sigur á Þjóðverjum þar. Þá byrjuðu samsæriskenningar að myndast í Indókína hjá frönsku andókínversku nýlendustjórninni að þeir gætu ekki lengur treyst Frakklandi. Með þeim afleiðingum að Japanir réðu alfarið yfir Indókína í smá tíma ( 1944-45). Japanir stóðu sig ekki nógu vel að stjórna þar og talað er um að 400.000 til 2.000.000 manns hafi dáið úr hungri á þessum tíma. Fólkið í landinu horfðu þá mikið upp til Viet Minh og margir studdu við þá.(meira á milli) Í lok seinniheimsstyrjaldar misstu Japanir völd sín í Landinu. Mikil óreiða varð í landinu þegar Japanarnir töpuðu stríðinu ( 22 ágúst 1945) , því lítið var um lög og reglu eftir að þeir fóru. Viet Minh  og fleiri þjóðernisflokkar tóku yfir ríkisbyggingar og hús. Og borgarastyrjöld hófst.

Eftir sigur bandamanna á öllu stríðinu voru þeir allir sammála að frakkar ættu að fá aftur sín gömlu nýlendur. Frakkar snéru þá aftur til Indókína með Bretum sér við hönd. Þar stjórnaði nú kommunistaflokkurinn Viet Minh landinu sem stjórnað var af Ho Chi Minh. Viet Minh  höfðu verið í borgarastyrjöld gegn andkommúnistaflokkum þar í landi og beittu þeir skæruliðahernaði sem gekk virkilega vel. Borgarstyrjöldin hófst í Ágúst sama ár, Viet Minh   fengu mikinn stuðning frá Samfélaginu og einnig gengu meira en 600 japanski hermenn í flokkinn. Þeir þjálfuðu víetnamska hermenn og gáfu þeim vopn .Þeir stofnuðu ríkið Alþýðuveldi Víetnam (N-Víetnam) 2 september 1945.  Ho Chi Minh var forsætisráðherra. Frökkum leist ekki vel á þetta og vildu ekki viðurkenna stjórn hans. Frakkar vildu komast að samkomulagi við Víetnam en hann vildi ekki funda með þeim, þar til Sovétríkin þrýstu á hann (kannski eitthver kommunísk tengsl). Fundað var á milli þeirra og útkoman var að Víetnam var sjálfstætt ríki innan Franska ríkisins. Allt leit betur út en það var, Bretar yfirgáfu  landið og var það undir frökkum komið. Samningum hélt þó áfram um stærð landsins og aftöðu þess við Franska ríkið. Ekki tókst að ná sáttum frá því og slitnuðu viðræðurnar á milli með þeim afleiðingum að fyrra Indókínastríðið hófst. Stríðið breiddist út til Laos og Kambódíu þar sem stjórnin þar studdi Víetnam og barðist með þeim. Frakkar voru með yfir höndina fyrstu árin vegna skorts á skotvopnum hjá Víetnam. Þar til 1949 þegar kínverskir kommúnistar unni borgarastyrjöld í sínu landi og gáfu bandamönum sínum  í Víetnam vopn.

vitf

Mynd tekin eftir sigur vítenamska hermanna í Dien Bien Phu

Árið 1950 byrjuðu Sovétríkin og lýðveldi Kína að fylgjast betur með N-Víetnam. Stuttu seinna byrjuðu Bretland og Bandaríkin að fylgjast betur með franska Víetnam. Svo Þegar stríðið í Kóreu hófst saman ár þá hafði það áhrif á bandaríska stjórnamenn að stríðið í Indókína væri í raun Kommuníst stríð sem tengdist óbeint Sovétríkjunum. Seinna sama ár byrjuðu Kínverjar að styðja við Viet Minh  og sendi inn hermenn og vopn. Í september sama ár byrjaði bandaríkin að senda frökkum vopn og fleira, og aðeins 4 árum seinna 1954 höfðu bandaríkin borgað um 80% af kostnaði stríðsins fyrir hönd frakka. Síðar var byrjað að tala um það að nota kjarnorkuvopn gegn norður Víetnam. Planið var að senda mestalagi þrjár sprengju flugvélar sem voru studdar af allt að 150 orrustuvélum til að fljúga að Viet Minh aðalstöðvum og varpa sprengjunni þar. Bandaríkjamenn voru samt allan tíminn viðbúnir með kjarnorkuvopn ef þess þurfti. Bretar voru á móti þessari hugmynd að nota kjarnorku vopna og á endanum komust þeir að því samkomu lagi að þeir myndu ekki byrja að nota kjarnorkuvopn, því afleiðingarnar gæru verið svo miklar. Viet Minh eða N-Víetnam fengu mikinn stuðning frá Kínverjum og sovétríkjunum. Flest allar byrgðir komu til N-Víetnam í gegnum Kína. Allt gekk vel hjá Frökkum, og allt benti til þess að þeir myndu sigra þetta stríð og endurheimta nýlendu sína. Þar til í orrustunni um Dien Bien Phu, sem er djúpur dalur. Frakkar höfðu vanmetið styrk óvina sinna og tapað þessari orrustu hræðilega illa. Um 3000 frakkar voru teknir til fanga eftir þessa orrustu. Þá fengu frakka nóg þá hófust fiðasamræður á milli þeirra sem gengu misvel, niðurstaðan var að skipta landinu tímabundið þvert í N og S-Víetnam á 17 breiddargráðu. Frakkar sem höfðu fengið nóg af þessu stríði yfirgáfu sinn tímabundna landshluta og létu Bandaríkjamenn taka við stjórninni þar. Þótt að það var skipað til vopnahlés og að  friður ríkti í landinu  í stuttan tíma. Þá var þetta ekki búið, þetta var bara byrjunin á einhverju miklu stærra

Hlutfall Bandaríkjamanna gegn þátttöku í stríðinu

Mikið var mótmælt gegn aðild Bandaríkjanna í Víetnamastríðinu í Bandaríkjunum. Mótmælanda hreyfingin byrjaði hægt með friðsamlegum mótmælum hjá ungu námsfólki í stútenta görðum. En náði ekki meiri athygli hjá þjóðinni fyrr en 1965. Eftir að Bandaríkin byrjuðu að varpa sprengum yfir Víetnam. Fjöldi fólks sem studdu mótmælendurna fór hækkandi. Skipulagður flokkur af mótmælendum var stofanaður undir nafninu Students for a Democratic Society (SDS). Þessi flokkur breiddi enn meira út skoðunum sínum á Víetnam stríðinu sem leiddi til að enn fleiri manns  böruðust og mótmældu gegn aðild land síns í þessu hræðilega stríði.

Hér fyrir neðan getiði séð hvernig hlutfall bandaríkjamanna sem gegn eru stríðinu hækkar með hverri könnun sem líður á milli Ágúst 1965-Janúar 1973

.viet

Áhrifin sem stríðið hafði á bandaríska samfélagið.

Víetnam stríðið hafði mikil áhrif á bandaríska samfélagið.
Samfélagið fór að lýta öðrum augum á ríkistrjórnina og var mikið um mótmæli gagnvart henni.
Þessu ástandi er oft líkt við að Bandaríkin höfðu tapað sakleysi sínu.
Til dæmis var það þannig að til þess að mega ganga í herinn þurfti maður að vera orðinn 18 ára en þá hafði maður samt ekki rétt til að kjósa. Mörgum fannst þetta fáranlegt og var mikið talað gegn þessu.
Borgaraleg réttindi var stór partur á þessum tíma og voru stór hópur sem mótmælti stríðinu, þar sem réttindi hins almenna borgara skipti engu máli. Muhammad Ali átti stóran þátt í þessari stefnu og kostaði það hann titilinn sinn í 3 ár og var nánast kærður fyrir að hafa átt í samstarfi við alvarlegan glæpa lýð, eða „borgaralegum mótmælum“.
Mikið gekk á á þessum tíma og hafði samfélagið lítið um það að segja. Mikið var um mótmæli þar sem mótmælt
var stríðinu sjálfu, fljölmiðlum og hversu ílla farið var með hermenn bandaríska hersinns þar sem þeir áttu til að missa mikið og fá ekkert bætt og var einfaldlega sleppt út á göturnar.

Enn þann dag í dag eru heimilislausir aðilar í bandaríkjunum sem eiga hvergi heima og er það vegna stríðsins.
Þetta gefur okkur sýn á hversu stóran þátt stríðið átti í breytingum á samfélagi Bandaríkjanna.

Dóminó kenningin

Dóminó kenningin
Hugtakið “The domino theory” er notað yfir kenningu sem Harry S. Truman bandaríkja forseti kom með sem réttlætingu fyrir því að senda fjárhagsaðstoð til Frakklands, Grikklands og Tyrklands á fimmta áratug seinustu aldar. Kenningin á bakvið hugtakið er sú að ef eitt ríki/land fellur undir kommúnisma stjórn munu nágrannaríki þessi fylgja fast á eftir. Dóminó kenningin náði hinsvegar ekki vinsældum fyrr en að Dwight D. Eisenhower notaði kenninguna yfir suðaustur Asíu og þá sérstaklega Víetnam. Hann hélt því fram að ef kommúnisma stjórn Ho Chi Minh myndi ráða völdum í Víetnam þá myndu Laos, Kambódía, Thaíland og önnur lönd í kring falla í hendur þessarar stjórnarstefnu. Eisenhower var það hræddur við kommúnisma að í ræðu sinni á blaðamannafundi sínum þann 7.apríl, 1954 sagði hann að “mögulegar afleiðingar ósigurs væru óútreiknarlegar fyrir frjálsa heimin”.
Dóminó kenningin og aukin þátttaka Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu
Eftir ræðu Eisenhowers varð hugtakið vel þekkt í baráttu gegn kommúnisma um allann heim en arftaki hans John F. Kennedy trúði einnig á kenninguna og hélt baráttu hans áfram til dauðadags. Lyndon B. Johnson tók svo við af Kennedy, hélt áfram stuðningi við dóminó kenninguna og réttlæti með henni það að senda yfir 500 þúsund hermenn til Víetnam næstu 5 árin.

Suðaustur Asía í kjölfar Stríðsins
Þegar að stríðinu gegn kommúnisma í Víetnam hafði verið tapað kom í ljós að dóminó kenningin var ekki á rökum reist og hreinlega stóðst ekki. Ho Chi Minh ætlaði sér ekki að koma kommúnisma stjórnarfarinu á í öllum heiminum eins og Bandaríkjaforsetar höfðu spáð heldur var markmið hans að fá sjálfstæði fyrir Víetnam. Laos og Kambodía urðu kommúnísk ríki í kjölfar stríðsins en restin af suð-austur Asíu varð ekki fyrir áhrifum.

Algeng vopn stríðsins.

Á þessum tíma hafði Bandaríski herinn þróað vopn sín töluvert frá seinni heimsstyrjöldinni og Kóreu stríðinu.
En Rússar höfðu einnig þróað byssur sínar töluvert.
Byssur skipta lykilmáli í stríði.
Norður og Suður Víetnam voru aðallega vopnuð af rússneskum byssur. Mest megnið af byssum Norður og Suður Víetnams voru rússneskar. Þar á meðal var ein algengasta byssan AK-47 sem er áhrifa mikil byssa sem var smíðuð árið 1947 og hefur verið notuð síðan. Byssan er ódýr og auðveld í smíðum. Norður og Suður Víetnam notuðu einnig eftirlíkingar af Ak-47 sem smíðuð var af Kínverjum. En Rússar höfðu einnig smíðað áhrifa miklar hríðskotabyssur og sprengju vörpur sem Norður og Suður Víetnam notuðu. Sprengjuvörpur voru mikið notaðar af Norður og Suður Víetnam.

Hver bandarískur hermaður var gefinn M16 rifill. Riffillinn hefur 5.56 mm caliber og hefur hylki sem getur haldið 30 kúlum. Byssan er áhrifamikil í 800 metra færi. Til samanburðar hvar M1 grand í seinniheimsstyrjöldinni 8 skota og var áhrifamikil í 500 metra færi.
M16 var fyrst notuð árið 1962 og hefur verið notuð síðan þá, sem gefur okkur sýn á það hversu góð byssan er.

Eitt sinn voru gerðar samanburðarrannsóknir á Ak-47 og M16 og kom margt í ljós.
Þetta eru bæði afkastamiklar byssur sem hafa gengt mikilvægum störfum í fjöldi ára.

Ak-47 hefur þunga hleðslu og ferðast byssukúlan því hægar, einnig á kúlan það til að síga í löngu færi. En byssukúlan í M16 ferðast hraðar og er léttari og sígur ekki jafn mikið og í AK-47 sem gerir það að verkum að M16 er nákvæmari. En þar sem hleðsla Ak-47 er meiri og þyngri kúla því eru afköst hennar meiri.

 
Hér má sjá AK-47                                                         Hér má sjá M16
Bandaríkjamenn höfðu einnig eitt áhrifamesta vopn stríðssögunar eða þar að segja þyrlur. Þyrlan var upprunalega hönnuð til að lenda á erfiðum slóðum og taka særða menn og var ekki hönnuð sem vopn. En bandaríkjamenn áttuðu sig á því að setja byssur á hana og nota hana sem verulega áhrifamikið vopn.

Þær þyrlur sem mest voru notaðar í Víetnam.

Bell 209

Bell OH-58 Kiowa

Huey

Þessar þyrlur áttu stóran þátt í Víetnam stríðinu, bæði í því að ferja særða hermenn og í bein átök. Hver þyrla var hlaðin byssum. Utan á hverri þyrlu voru skotflaugar MG151/20  sem þyrluflugmaðurinn skaut, inni í þyrlunni voru tvær 50 calebera hríðskotabyssur og Browning 7.5 mm hríðskotabyssur.

Þyrlur breyttu töluvert áhrifum stríðs og voru hannaðar til að komast á erfiða staði , veita liðsauka, taka særða hermenn á sama tíma og þær voru áhrifamikil morðtæki. Þyrlur eru ennþá notaðar mikið í dag og skipta þær miklu máli í nútíma herorrustum.

Loft árásir bandaríkjamanna er sú stærsta í sögunni. Eins og Curtis Lemay yfirherra lofthersins sagði „we’re going to bomb them back into the Stone Age“. Bandaríski herinn sleppti 7,662,000 tonnum af sprengjum í Víetnam sem er um þrefaldur fjöldi sprengna í seinniheimsstyrjöldinni eða þar var sleppt um 2,150,000 tonnum. En bandaríski herinn átti ekki von á því að Suður-Víetnam og Norður-Víetnam tókust á við þetta og börðust til baka og áttu til að sleppa sprengjum á bandaríska hermenn.

Algengustu flugvélar Bandaríkjanna voru

F-5A/B F

T-37 Tweet

A-4 (A4D) 

A-6 Intruder

A-7 Corsair II

10 áhugaverðar staðreyndir um Víetnam stríðið

Það eru til margar sögur og staðreyndir um Víetnam stríðið. Hér eru 10 staðreyndir um stríðið sem þú ef til vill vissir ekki:

  1. Bandaríska þingið lýsti aldrei yfir stríði gegn Víetnam svo Víetnam stríðið ætti í rauninni að vera kallað Víetnamska baráttan.
  2. Í Víetnam stríðinu var varið að meðaltali 240 dögum á ári í bardaga.
  3. John F. Kennedy var fyrsti bandaríkja forsetinn til að vera tekinn af lífi á stríðsdögum síðan í bandarísku borgarastyrjöldinni.
  4. Bandaríkin töpuðu í rauninni aldrei stríðinu en þau drógu sig tilbaka þegar þeirra beið ósigur.
  5. Víetnam stríðið er lengsta stríð sem Bandaríkin hafa nokkurn tímann tekið þátt í en stríðið entist í um 20 ár.
  6. Bandaríkjaherinn sigraði næstum því alla stóru bardagana í stríðinu en þeir töpuðu hinsvegar mörgum öðrum.
  7. Norður-Víetnam sigraði stríðið.
  8. Bandaríkinn eyddu um 140 milljörðum dollara í stríðið.
  9. Það voru 5 forsetar við stjórn í Bandaríkjunum á tímum Víetnam stríðsins.
  10. Víetnam var eitt af þremur löndum sem að skiptust í kalda stríðinu en Þýskaland og Kórea skiptust líka. Kórea er hinsvegar eina landið sem er enn þann dag í dag skipt.